Skemmtilegar uppskriftir

Hafrapönnukökur með banönum

15-20 mínútur

100 g OTA Solgryn hafrar

50 g heilhveiti

150 g hveiti

3 msk. sykur

3 msk. lyftiduft

1 tsk. sjávarsalt

500 ml mjólk

3 msk. matarolía

4 þroskaðir bananar

Blandið öllum þurrefnum saman í skál. Hellið mjólk og olíu saman við og hrærið vel. Bakið pönnukökurnar á góðri pönnu í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Berið fram heitar með litlum bananabitum og ís að eigin vali.  

Næturgrautur með eplum & kanil

5 mínútur

40 g OTA Solgryn hafrar

100 g mjólk að eigin vali

½ rautt epli, skorið í bita

1 tsk. kanill

Blandið höfrum og mjólk saman í krukku. Setjið eplabita og kanil ofan á og látið standa í kæli í að minnsta kosti 2 klst. og allt upp í 12 klst. Njótið að morgni!

Appelsínu hafraskonsur með trönuberjum

30 mínútur

200 g OTA Solgryn hafrar

75 g heilhveiti

150 g hveiti

50 g sykur

½ tsk. sjávarsalt

1½ tsk. lyftiduft

50 g kanilstöng

50 g ósaltað smjör, skorið í bita og kælt

75 g þurrkuð trönuber

Rifinn börkur af einni appelsínu

1 stórt egg, þeytt

60 ml súrmjólk

½ tsk. vanilludropar

½ tsk. möndludropar

Forhitið ofninn í 180°C og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

Setjið öll þurrefnin í matvinnsluvél og blandið saman. Bætið smjörinu saman við og hrærið saman í grófa mylsnu. Bætið trönuberjum og appelsínuberki saman við.  

Þeytið saman í stórri skál eggi, súrmjólk og kökudropum. Hellið saman við þurrefnin og hrærið þar til allt er vel blandað saman.

Sáldrið dálitlu hveiti á bretti og rúllið deiginu í 2-3 cm lengju. Skerið lengjuna í 10 sneiðar og leggið á bökunarplötuna. Penslið skonsurnar með súrmjólk og sáldrið smá sykri ofan á.

Bakið í 15-20 mínútur eða þar til skonsurnar eru orðnar gullnar á lit. Berið fram volgar.

Kókosþeytingur með mangó & túrmerik

5 mínútur

20 g OTA Solgryn hafrar

1 tsk. sítrónusafi

120 g ósæt kókosmjólk

100 g ferskt mangó

80 g fituskert jógúrt án ávaxta

1 tsk. túrmerikduft

½ tsk. ferskt engifer, rifið

1 tsk. hunang

½ bolli ísmolar

Öll innihaldsefni eru sett í blandara og þeytt saman þar til áferðin er slétt.

 

Ábending: Til þess að ná enn sléttari áferð er hægt að setja hafrana út í 60 ml af vatni og hita í örbylgjuofni í 1 mínútu, kæla og setja síðan í blandarann.

Vegan

Heitur grautur með berjabombu

Janúar
10 mínútur

1 dl OTA Solgryn hafrar

2-3 dl vatn

Salt eftir smekk

Hafrar og vatn sett í pott og hitað að suðu. Hitinn lækkaður og grauturinn látinn malla í nokkrar mínútur. Saltað eftir smekk.

Grautinn má skreyta með t.d. ferskum fíkjum, brómberjum, bláberjum, heslihnetum, fræjum og hunangi.


Vegan

Ávaxtaþeytingur með kókosrjóma

Febrúar
5 mínútur

OTA Solgryn hafrar

Kókosrjómi

Möndlumjólk

Fersk jarðarber

Frosin hindber

Frosin bláber

Öll innihaldsefni sett í blandara og þeytt saman þar til áferðin er slétt. Magn vökva fer eftir því hversu þykkan þeyting þú vilt.

Skreyttu þeytinginn með t.d. myntulaufum, rifsberjum, brómberjum, ástaraldini, kókosflögum eða möndluflögum.

Vegan

Kaldur grautur með kanil & möndlumjólk

Mars
8 klst.

OTA Solgryn hafrar

Chia-fræ

Möndlumjólk

Bananar

Bláber

Heslihnetur

Kanill

Kaldur grautur í krukku er frábær morgunmatur sem hægt er að grípa með sér. Það er best að undirbúa hann kvöldið áður. Magn og hlutfall hráefna í þessari uppskrift er ekki heilagt heldur fer eftir stærð krukkunnar og hvort þú viljir að grauturinn sé þykkur eða þunnur.

Bláber, frosin eða fersk, sett í botn krukkunnar. Chia-fræjum og höfrum blandað saman og bætt við í krukkuna. Bananar og heslihnetur eru sett út í blönduna og að lokum er möndlumjólk hellt yfir. Krukkan er síðan geymd í kæli yfir nótt.

Áður en grauturinn er borðaður má setja t.d. bláber og hindber ofan á og að lokum er kanil stráð yfir.

Vegan | glútenlaust | án viðbætts sykurs

Döðlustangir með hunangi & möndlum

Apríl
20 mínútur

150 g OTA Solgryn hafrar

80 g hunang eða hlynsíróp

175 g döðlur

65 g hnetu- eða möndlusmjör

140 g möndlur (saxaðar, ef vill)

Setjið döðlur í matvinnsluvél þar til þær líkjast blautu deigi og bætið þá höfrum og möndlum við. Hitið hunang/hlynsíróp og hnetu-/möndlusmjör í skaftpotti á lágum hita, bræðið saman og hellið yfir döðludeigið. Blandið öllu vel saman, látið á bökunarpappír og breiðið jafnt úr öllu. Geymið í kæli eða frysti í um 20 mínútur eða þar til deigið hefur harðnað og skerið þá niður í bita. Hægt er að breyta uppskrift lítillega og bæta t.d. súkkulaðibitum, þurrkuðum ávöxtum, vanillu, kanil og ýmsu öðru við.

Geymist í kæli eða frysti.

Vegan

Haframjólk með döðlum & vanillu

Maí
5 mínútur

1 dl OTA Solgryn hafrar

4 dl vatn

klípa af salti

3- 4 döðlur

1 tsk. vanilla

Best er að leggja hafrana í bleyti yfir nótt, það er betra fyrir meltinguna.
Öllum innihaldsefnum er blandað vel saman í blandara. Mjólkin er svo síuð í gegnum fínt sigti eða grisju og sett á flösku. Mjólkin endist í 4-5 daga í ísskáp.
Gott er að blanda berjum eða kakó við mjólkina.

Vegan

Græni væni

Júní
5 mínútur

1 dl OTA Solgryn hafrar

3 dl vatn

3 cm ferskt engifer

Handfylli spínat

Handfylli grænkál

Safi úr einni límónu

Frosin lárpera eða banani

Nokkur blöð af ferskri myntu

Öll innihaldsefni sett í blandara og þeytt saman þar til áferðin er slétt.

Án viðbætts sykurs

Hrökkbrauð með graskers- & hörfræum

Júlí
15 mínútur

1 ½ dl OTA Solgryn hafrar

1 dl hörfræ

1 dl sesamfræ

1 dl graskersfræ

3 ½ dl spelt

1 ¼ dl ólífuolía

2 dl vatn

Salt eftir smekk

Forhitið ofn í 200°C og leggið bökunarpappír á tvær plötur. Setjið hafra í matvinnsluvél og malið gróft. Hellið svo haframjölinu í skál og bætið spelti og fræjum út í. Blandið vel saman áður en ólífuolíu og vatni er hellt út í. Hrærið saman með sleif og fletjið deigið út á bökunarpappír. Deigið ætti að passa á tvær bökunarplötur. Stráið salti yfir í lokin og bakið í um 15 mínútur við 150-200°C. Gott er að skera deigið með pítsuskera áður en það er látið í ofninn eða um leið og það er tekið út.

vegan

Bláberjakubbar með kanil & möndlum

Ágúst
35 mínútur

100 g OTA Solgryn hafrar

200 g bláber

100 g spelthveiti

¼ tsk. salt

¼ tsk. lyftiduft

¼ tsk. kanill

100 g sykur

80 ml olía

Forhitið ofn í 180°C. Hellið öllu þurrmeti saman í skál og blandið vel saman. Bætið olíu út í og hrærið. Látið 2/3 af deiginu á bökunarpappír og dreifið vel úr. Hellið bláberjum út í skálina með afganginum, blandið vel saman og setjið yfir deigið á bökunarpappírnum. Bakið í um 35 mínútur, skerið í bita og látið kólna í rúma klukkustund.